Það eru ekki margir knattspyrnustjórar sem myndu vilja mæta Erling Haaland, framherja Manchester City.
Haaland er líklega besti framherji heims í dag og hefur skorað 17 mörk í 11 deildarleikjum á tímabilinu.
Brendan Rodgers, stjóri Leicester, er ekki einn af þeim en hann vonar að Haaland verði með er liðin mætast á morgun.
Norðmaðurinn er að glíma við smávægileg meiðsli en Rodgers vonar að þau séu ekki of slæm og að hann verði leikfær á morgun.
,,Ég vona að hann spili leikinn. Þú vilt fá að sjá bestu leikmennina. Það besta við ensku deildina er að við getum séð heimsklassa leikmenn og séð þá þroskast,“ sagði Rodgers.
,,Hann er magnaður leikmaður. Ég elska allt við hans leik og hann er bara 22 ára gamall. Allir geta séð gæðin hans. Hann er náttúrulegur markaskorari en vinnur klárlega í þeim eiginleika líka.“