Tottenham er farið að undirbúa markvarðaskipti, en Hugo Lloris er kominn á efrir ár.
Lloris ehfur staðið í marki Tottenham í áratug og þjónað félaginu vel. Hann er hins vegar orðinn 35 ára gamall og kominn á efri ár ferilsins. Eru stjórnendur Tottenham farnir að horfa til þess að skipta honum út.
Nú segir The Athletic frá því að Tottenham hafi áhuga á Jan Oblak, markverði Atletico Madrid.
Það gæti þó reynst snúið. Slóveninn skrifaði undir nýjan samning við spænska félagið í sumar. Gildir hann til sex ára.
Það er því ljóst að Tottenham þyrfti að rífa upp veskið ef félagið ætlar sér að fá Oblak til liðs við sig.
Hann er 29 ára gamall og gæti því varið mark enska liðsins næstu ár.