Skoski landsliðsmaðurinn Kieran Tierney útilokar ekki að ganga aftur í raðir stórliðsins Celtic einn daginn.
Tierney spilar með Arsenal í dag en hann er harður stuðningsmaður Celtic og bjóst lengi við að spila með liðinu út ferilinn.
Tierney er 25 ára gamall í dag en hann samdi við Arsenal árið 2019 og er líklega ekki á förum á næstunni.
Tierney er samningsbundinn til ársins 2026 og hefur nú spilað 100 leiki fyrir enska félagið.
,,Þegar leikmaður sem elskar félagið fer annað þá er oft hugsað ‘hvað ef hann kemur aftur’ þú getur ekki útilokað neitt,“ sagði Tierney.
,,Ég mun alltaf elska Celtic, ég mun alltaf styðja Celtic og þú veist aldrei í fótboltanum, í alvörunni þú veist ekkert.“
,,Það var tími þar sem ég bjóst við að fara aldrei frá Celtic, þú þarft bara að spila einn leik í einu.“