Loris Karius, markvörður Newcastle, skellti sér til Mílanó á ítalíu á dögunum til að heimsækja sjónvarpskonuna Diletta Leotta.
Þau eru sögð eiga í ástarsambandi. Karius flaug frá London til að hitta hana.
Leotta hefur lengi starfað í sjónvarpi á Ítalíu og einni sem fyrirsæta.
Ferill Karius hefur verið mikið litaður af úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu vorið 2018. Þá stóð hann í marki Liverpool gegn Real Madrid.
Þjóðverjinn gerði tvö afdrifarík mistök í leiknum sem voru Liverpool dýrkeypt.
Karius hefur í raun ekki séð til sólar síðan. Honum virðist þó ganga vel í ástarlífinu.
Hér að neðan má sjá þegar Karius mætti heim til Leotta í Mílanó.