Cristiano Ronaldo og Georgina Rodriguez eru að byggja sér framtíðar heimili þar sem parið ætlar að búa með börnum sínum eftir ferilinn.
Saman eiga Ronaldo og Georgina tvö börn en fyrir átti Ronaldo þrjú með staðgöngumóðir. Parið er að byggja sér hús í Quinta da Marinha í Portúgal.
Þar ætla þau að búa þegar Ronaldo hættir í fótbolta. Kostnaðurinn við húsið hefur hins vegar hækkað mikið.
Húsið verður tilbúið á næsta ári en endalegur kostnaður er 18 milljónir punda eða 3 milljarðar íslenskra króna.
Er um að ræða dýrasta hús sem einstaklingur hefur byggt sér í Portúgal.
Ronaldo lét svo byggja tvær litlar íbúið á lóðinni, önnur fyrir mömmu hans og hin fyrir starfsfólk.