Paul Scholes, goðsögn Manchester United, var harðorður í garð vængmannsins Antony eftir leik liðsins við Sheriff í gær.
Sheriff heimsótti Man Utd á Old Trafford í Evrópudeildinni og tapaði að lokum sannfærandi, 3-0.
Í fyrri hálfleik ákvað Antony að reyna að skemmta aðdáendum áður en honum mistókst að finna samherja.
Antony sneri sér í tvo hringi með boltann áður en hann reyndi að gefa knöttinn og var Scholes ekki pent hrifinn.
,,Ég veit ekki hvað hann er að gera. Þetta var fáránlegt, hann er bara að sýna sig,“ sagði Scholes við BT Sport.
,,Hann fór ekki framhjá neinum og á sama tíma þá er hann ekki að skemmta nokkrum aðila.“
This Antony guy is so hilarious.pic.twitter.com/M1XNhTFHrV
— Matthew (@_halfspaces) October 27, 2022