Jordan Henderson, miðjumaður Liverpool, og Gabriel, miðvörður Arsenal, áttu í orðaskiptum í leik liðanna á dögunum.
Rifrildi þeirra á milli leiddi til þess að ásökun um meiðandi ummæli barst á borð enska knattspyrnusambandssins, sem hóf rannsókn á málinu. Henderson var sagður hafa átt ummælin.
Sambandið fékk leikmennina tvo og sex aðra leikmenn, sem voru í nánd við atvikið, til að bera vitni. Auk þess voru varalesarar og fleiri sérfræðingar fengnir til að hjálpa til.
Það var hins vegar ákveðið að láta málið niður falla án refsingar.
Nú segir Daily Mail frá því að Henderson hafi kallað Gabriel „helvítis fífl.“ Sá síðarnefndi hafi hins vegar talið að Henderson hafi viðhaft mun alvarlegri ummæli á portúgölsku, en Gabriel er frá Brasilíu.