Inter Milan á ekki möguleika á að vinna Serie A á þessu tímabili að sögn sóknarmannsins Lautaro Martinez.
Martinez er leikmaður Inter en liðið vann 4-3 sigur á Fiorentina um síðustu helgi í æsispennandi leik þar sem sigurmarkið var skorað í uppbótartíma.
Þrátt fyrir það er Martinez ekki vongóður en Inter hefur tapað fjórum af 11 leikjum í deild hingað til og ekki verið sannfærandi.
Munurinn er þó ekki of mikill en Inter er átta stigum frá toppliði Napoli sem hefur brillerað á leiktíðinni til þessa og er í bílstjórasætinu.
Martinez vill þó meina að Inter geti ekki barist um titilinn í vetur og að leikmenn liðsins séu að einbeita sér að öðrum markmiðum.
,,Nei það er ekki möguleiki því við höfum misst af of mörgum stigum á þessum tímapunkti og hugsum bara um að ná okkur upp aftur,“ sagði Martinez.