Antony leikmaður Manchester United fékk heldur betur að heyra það í gær fyrir tilþrif sem skiluðu engu. Hann svarar nú fyrir sig á Instagram.
Antony finnst gaman að gera brellur með boltann en oft vantar tilgang með þeim. Hann snéri sér í tvo hringi með boltann en sendi hann svo beint út af.
„Við erum þekkt fyrir listina og ég hætti þessu ekki. Þetta kom mér hingað sem ég er,“ segir Antony á Instagram.
Sérfræðingar í kringum leikinn létu Antony heyra það en Erik ten Hag stjóri United tók hann af velli í hálfleik.
„Skiptingin var í raun ákveðinn fyrir leik ef við værum yfir,“ sagði Ten Hag.
📸 Antony on Instagram: "We're known for our art and I won't stop doing what got me to where I am!" #mufc pic.twitter.com/dyZ2GgJNYx
— The United Stand (@UnitedStandMUFC) October 28, 2022