Þrír leikmenn voru í dag vígðir inn í frægðarhöll ensku Ofurdeildarinnar.
Um er að ræða frægðarhöllina í kvennaflokki. Slík höll var einnig búin til fyrir ensku úrvalsdeildina í karlaflokki í fyrra.
Leikmennirnir þrír eru Karen Carney, Eniola Aluko og Katie Chapman.
Carney gerði garðinn frægan með Arsenal og Chelsea. Hún varð þrisvar sinnum Englandsmeistari með fyrrnefnda liðinu. Hún á hátt í 150 landsleiki að baki fyrir England.
Aluko lék með Birmingham, Charlton og Chelsea á Englandi og á yfir hundrað landsleiki fyrir Englands hönd.
Loks lék Chapman með Arsenal, Chelsea, Charlton, Fulham og Millwall. Hún varð þrisvar sinnum Englandsmeistari og á hátt í hundrað leiki að baki fyrir England.