Xavi, knattspyrnustjóri Barcelona, telur að spænska efsta deildin, La Liga, sé jafnsterk og enska úrvalsdeildin.
Fyrrum miðjumaðurinn var í viðtali eftir 0-3 tap Börsunga gegn Bayern Munchen í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gær. Fyrr um daginn var ljóst að liðið væri dottið úr leik á þessu stigi keppninnar annað tímabilið í röð.
Xavi vill að sýnir menn sýni sitt rétta andlit nú eftir vonbrigðin í Meistaradeildinni.
„Við verðum að berjast um alla titla á næstu mánuðum. Við erum enn með í Evrópudeildinni, La Liga, Bikarnum og Ofurbikarnum,“ segir hann.
Spænsku Atletico Madrid og Sevilla eru einnig fallin úr leik í Meistaradeildinni. Þrátt fyrir það segir Xavi La Liga ekki vera síðri deild en úrvalsdeildina.
„Ég tel að La Liga sé á sama stigi og enska úrvalsdeildin.“