Darwin Nunez var mjög pirraður í hálfleik í gær er Liverpool spilaði við Ajax í Meistaradeild Evrópu.
Nunez klikkaði á dauðafæri í fyrri hálfleik í 3-0 sigri Liverpool en hann bætti upp fyrir það og skoraði annað mark liðsins.
Andy Robertson, bakvörður Liverpool, segir frá reiði Nunez en hann reyndi að tala leikmanninn til í leikhléi en veit ekki hvort það hafi skilað sér.
,,Darwin var mjög reiður út í sjálfan sig í hálfleik og bara svekktur eftir að hafa klikkað á færinu,“ sagði Robertson.
,,Ég sit hliðina á honum í búningasklefanum og ég veit ekki hvort hann hafi skilið eitt einasta orð sem ég sagði en ég sagðist ætla að gefa boltann fyrir á hann og hann myndi skora.“
,,Hann náði að skora seinna markið og Harvey kláraði svo leikinn með frábæru marki og við vorum alltaf með stjórnina.“