Liverpool og Real Madrid eru sögð hafa blandað sér í baráttuna um Bruno Guimaraes, miðjumann Newcastle.
Brasilíumaðurinn hefur einnig verið orðaður við Chelsea. Það er ljóst að það verður ekki auðvelt að fá hann.
Hinn 24 ára gamli Guimaraes gekk í raðir Newcastle í janúar á þessu ári og er með samning til ársins 2026. Hann fer því ekki ódýrt.
Hann hefur heillað á þessu tímabili í ensku úrvalsdeildinni og eru stærri félög farin að fylgjast með gangi mála hjá honum.
Liverpool vill styrkja miðsvæði sitt, sem hefur verið vandamál hjá liðinu undanfarna mánuði.
Guimaraes hefur skorað tvö mörk og lagt upp tvö til viðbótar í níu leikjum í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.