Skelfilegar fréttir bárust í kvöld af varnarmanninum Pablo Mari sem er samningsbundinn Arsenal á Englandi.
Mari er 29 ára gamall og kom til Arenal árið 2020 en hefur undanfarin tvö tímabil verið sendur annað á lán.
Mari spilar í dag með Monza á Ítalíu og er nú á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir árás í verslunarmiðstöð.
Varnarmaðurinn var stunginn ásamt sex öðrum einstaklingum en óljóst er hversu alvarleg hans meiðsli eru.
Vonandi jafnar leikmaðurinn sig sem fyrst sem og hinir sem urðu fyrir árásinni.
Former Arsenal centre back Pablo Marì got stabbed by a mad man in a shopping center close to Milano, per reports.
He’s amongst six people stabbed — and he’s now at the hospital.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 27, 2022