Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, viðurkennir að hann sé mikill aðdáandi miðjumannsins Dusan Tadic sem spilar með Ajax.
Liverpool vann Ajax 3-0 í Meistaradeildinni í gær og tryggði farseðilinn í 16-liða úrslit keppninnar.
Tadic er mikilvægur leikmaður Ajax en hann lék áður með Southampton og stóð sig mjög vel á Englandi.
Áður en Tadic fór til Hollands sýndi Klopp leikmanninum áhuga og vildi fá hann á Anfield.
Það gekk hins vegar ekki upp og hefur Tadic síðan þá staðið sig mjög vel með hollenska stórliðinu.
,,Ég elska hann sem leikmann. Ég var mjög pirraður út í sjálfan mig þegar hann fór til Ajax því ég hafði mikinn áhuga á honum,“ sagði Klopp.