Jurgen Klopp hefur fengið þrjátíu þúsund punda sekt frá enska knattspyrnusambandinu fyrir hegðun sína í leik gegn Manchester City fyrr í þessum mánuði.
Þjóðverjinn gekk berserksgang þegar ekki var dæmt brot á Bernardo Silva í lok leiks eftir viðskipti hans við Mohamed Salah og lét dómara heyra það.
Hann fékk rautt spjald fyrir athæfið.
Leiknum lauk með 1-0 sigri Liverpool.
Klopp fær hins vegar ekki bann og má því vera á hliðarlínunni í næsta leik Liverpool.
Liverpool tekur á móti Leeds í ensku úrvalsdeildinni á laugardagskvöldið.