Arsenal-goðsögnin Thierry Henry segir að liðið megi ekki fara fram úr sér þrátt fyrir sterka byrjun á tímabilinu.
Skytturnar eru á toppnum eftir ellefu leiki með tveggja stiga forskot á Englandsmeistara Manchester City.
„Það eru ellefu leikir búnir. Þú fagnar titlinum eftir 38 á leiki, ekki fyrir þann tíma,“ segir Henry.
Frakkinn segir Arsenal ekki eiga efni á því að vera með yfirlýsingar strax. City geti það hins vegar.
„Þeir geta haft hátt því við höfum séð þá gera þetta áður og vitum hversu erfitt það er fyrir lið að halda í við þá. Horfðu bara á Liverpool, sem reyndi tvisvar að halda í við þá en það tókst ekki,“ segir Henry, en Liverpool og City hafa háð baráttu um titilinn síðustu ár.
„Ég mun ekki fara fram úr mér. Við vonum samt og ég er vongóður eins og er.“