Hollenska félagið PSV hefur fengið 40 þúsund punda sekt fyrir hegðun stuðningsmanna sinna á Emirates-leikvanginum fyrir viku síðan.
Stuðningsmenn PSV köstuðu blysum og rifu upp sæti á vellinum. UEFA hóf rannsókn á málinu og nú hefur PSV verið sektað.
Auk fjárhæðarinnar sem félagið þarf að borga má það ekki selja miða á næsta leik sinn í Evrópudeilinni, útileik gegn Bodo/Glimt.
Þá er PSV gert að hafa samband við Arsenal innan þrjátíu daga og skipuleggja hvernig félagið ætli að borga þann skaða sem stuðningsmenn þess ollu á sætum á Emirates-vellinum.
PSV og Arsenal mætast í Hollandi í dag í næstsíðustu umferð Evrópudeildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 16:45. Sigur dugir Skyttunum til að tryggja sér sigur í riðlinum.