Manchester United var ekki í vandræðum í Evrópudeildinni í kvöld er liðið spilaði við Sheriff Tiraspol í riðli E.
Man Utd er búið að tryggja sæti sitt í næstu umferð keppninnar en berst um toppsætið við Real Sociedad.
Cristiano Ronaldo sneri aftur í lið Man Utd í kvöld eftir smá pásu en hann skoraði þriðja markið í sigrinum.
Á sama tíma vann Sociedad lið Omonia 2-0 og er með 15 stig á toppi riðilsins, þremur stigum á undan Man Utd.
Lokaleikur riðilsins fer einmitt fram á Spáni er þeir ensku mæta í heimsókn.
Man Utd 3 – 0 Sheriff
1-0 Diogo Dalot(’44)
2-0 Marcus Rashford(’65)
3-0 Cristiano Ronaldo(’81)