Arsenal er búið að tryggja sæti sitt útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar en liðið leikur í riðli A.
Þeir ensku léku við PSV Eindhoven í kvöld í næst síðustu umferð riðlakeppninnar en töpuðu 2-0 í Hollandi.
Arsenal á enn í hættu á að tapa toppsætinu en fær þó nokkuð auðvelt verkefni í síðasta leiknum.
Arsenal spilar þá við lið Zurich sem er á botni riðilsins með þrjú stig eftir sigur á Bodo/Glimt í kvöld.
PSV er einnig búið að tryggja farseðilinn í næstu umferð og eru Alfons Sampsted og hans félagar í Bodo/Glimt úr leik.
PSV 2 – 0 Arsenal
1-0 Joey Veerman(’56)
2-0 Luuk de Jong(’63)
Zurich 2 – 1 Bodo/Glimt
0-1 Amahl Pellegrino(’45)
1-1 Nikola Boranijasevic(’67)
2-1 Antonio Marchesano(’90)