Ásgerður Stefanía Baldursdóttir hefur verið ráðin þjálfari hjá nýkrýndum Íslands-og bikarmeisturum Vals meistaraflokki kvenna í knattspyrnu.
Adda sem er sterkur leiðtogi hefur verið mikilvægur hlekkur innan Vals síðan hún gekk til liðs við félagið 2019 og hefur gríðarlega reynslu sem leikmaður og er margfaldur Íslands-og bikarmeistari.
Ásgerður ákvað að leggja skóna á hilluna á dögunum en er nú mætt inn í teymið hjá Pétri Péturssyni.
„Það verður gaman að fylgjast með Öddu takast á við þjálfarastarfið og væntir félagið mikils af hennar störfum á komandi árum,“ segir á vef Vals.