Þær kjaftasögur berast nú frá Bretlandi að Liverpool skoði það að reyna að kaupa Son Heung-min frá Tottenham.
Son hefur verið hjá Tottenham frá árinu 2015 og verið einn jafnbesti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.
Son er hins vegar ískaldur þessa dagana og hefur ekki spilað vel á þessu tímabili.
Enskir götumiðlar fjalla um málið og segir að Jurgen Klopp hafi mikið dálæti á Suður-Kóreu manninum.
Liverpool hefur hikstað á þessu tímabili eftir að Sadio Mane yfirgaf svæðið en Son gæti fyllt hans skarð.
Ekki er þó talið líklegt að Tottenham sé tilbúið að selja einn sinn allra verðmætasta leikmann.