Bobby Madley mun um komnaid helgi dæma leik í ensku úrvalsdeildinni á nýjan leik en fjögur ár eru síðan hann var rekinn úr starfi.
Madley var árið 2018 rekinn úr PGMOL dómarasamtökunum eftir að hafa niðurlægt fatlaðan einstakling.
Madely hafði sent myndbandið af sér á dómara í samtökunum og ofbauð flestum framkoma Madley.
Madley verður aðaldómari í leik Brentford og Wolves í ensku úrvalsdeildinni. Madley flúði til Noregs eftir atvikið og dæmdi í neðri deildum þar.
Hann kom svo aftur til Englands og byrjaði í neðri deildum áður en hann vann sig upp í efstu deildina á nýjan leik.
„Ég er ekki stoltur af þessu en hef dregið lærdóm af þessu. Ég er betri einstaklingur í dag,“ sagði Madley um málið.