Samkvæmt enska götublaðinu The Sun fær Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, 50 milljónir punda til leikmannakaupa í félagaskiptaglugganum í janúar.
Arsenal er í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur. Liðið er tveimur stigum á undan Englandsmeisturum Manchester City.
Félagið eyddi 130 milljónum punda í leikmenn í sumar. Komu þeir Gabriel Jesus, Oleksandr Zinchenko, Fabio Vieira, Matt Turner og Marquinhos inn um dyrnar.
Arsenal vill ekki heltast úr lestinni þegar líða tekur á tímabilið og vill styrkja lið sitt enn frekar í janúar.
Talið er að Mikel Arteta vilji fá kantmann til liðs við sig. Mykhaylo Mudryk hjá Shakhtar Donetsk hefur til að mynda verið nefndur í því samhengi.