Jón Daði Böðvarsson var hetja Bolton í gær sem spilaði við Burton Albion í ensku C-deildinni.
Eins og oft áður á tímabilinu var Jón Daði á varamannabekknum en kom inná þegar 74 mínútur voru liðnar.
Staðan var þá 1-0 fyrir Burton en Amadou Bakayoko jafnaði metin fyrir Boltin er þrjár mínútur voru eftir.
Það var svo á 98. mínútu í uppbótartíma sem Jón Daði skoraði sigurmarkið eftir vandræði í vörn gestaliðsins.
Bolton birti í morgun áður óséð efni af því þegar Jón Daði skoraði og reif sig úr að ofan. Segja má að þakið hafi í raun rifnað af vellinum þegar Íslendingurinn skoraði dramatískt mark í Lankaskíri í gær.
🥳 The last minute winner…
😍 Jón Daði Böðvarsson's goal and all of the celebrations from last night's @SkyBetLeagueOne victory over @burtonalbionfc.#BWFC 🐘🏰 pic.twitter.com/j0BMz5j2IF
— Bolton Wanderers (@OfficialBWFC) October 26, 2022