Zinedine Zidane, fyrrum stjóri Real Madrid, hefur greint frá því að að ekki langt í að hann taki við öðru starfi í þjálfun.
Zidane var magnaður leikmaður á sínum tíma og gerði mjög vel sem stjóri Real Madrid og vann Meistaradeildina þrisvar.
Frakkinn stýrði Real frá 2016 til 2018 og svo aftur frá 2019 til 2019 áður en hann steig til hliðar.
Sem þjálfari hefur Zidane aldrei reynt fyrir sér hjá öðru félagi en fyrir það starfaði hann í varaliði spænska stórliðsins.
Zidane var í gær spurður út í endurkomu og segir að það sé stutt í að hann verði sjáanlegur á hliðarlínunni.
,,Ég mun snúa aftur bráðlega. Bíðið aðeins, bara aðeins. Bráðum, bráðum. Það er ekki langt í að ég fari að þjálfa aftur,“ sagði Zidane.