Wayne Rooney þjálfari DC United hefur síðustu daga verið á æfingasvæði Manchester United að fylgjast með gangi mála.
Rooney er í fríi frá starfi sínu í Bandaríkjunum en DC United komst ekki í úrslitakeppni MLS deildarinnar.
Synir Rooney, þeir Kai 12 ára og Klay 9 ára eru báðir með samning við United og æfa þar.
Rooney hefur því verið reglulegur gestur á æfingasvæðinu sem hann þekkir vel eftir langa dvöl hjá United.
Rooney hætti sem stjóri Derby síðasta vor og ákvað að taka við DC United en þar lék hann um árabíl.