Það vakti athygli um helgina í leik Chelsea og Manchester United er Marc Cucurella var skipt af velli í fyrri hálfleik.
Cucurella byrjaði í þessu 1-1 jafntefli liðanna en Graham Potter, stjóri Chelsea, tók bakvörðinn af velli eftir aðeins 35 mínútur.
Staðan var markalaus er Cucurella var tekinn útaf en í hans stað kom inn miðjumaðurinn Mateo Kovacic.
Potter hefur nú útskýrt þessa ákvörðun og bendir ekkert til þess að Cucurella hafi farið í fýlu vegna ákvarðarinnar.
,,Tilfinningin í leiknum var að það verið að hlaupa yfir okkur á miðjunni og við þurftum auka mann þarna inn til að skapa meiri pressu og stöðva þá í að byggja upp sóknir,“ sagði Potter.
,,Þetta var bara tilfinning sem ég hafði. Þetta var ekki auðveld ákvörðun en allir leikmennirnir svöruðu vel og gáfu allt í verkefnið.“