fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
433Sport

Þetta eru leyndarmálin að baki mögnuðum árangri Haaland: Ekki hægt að ná í hann á kvöldin – Ótrúleg áhersla á smáatriði

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 25. október 2022 11:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erling Braut Haaland hefur verið hreint magnaður fyrir Manchester City frá því hann kom til félagsins frá Borussia Dortmund í sumar. Daily Mail tók saman nokkrar af helstu venjum hans sem hjálpa honum að ná svo góðum árangri á vellinum.

Frá komu sinni til City hefur Haaland skorað 22 mörk í fjórtán leikjum í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu. Norski framherjinn hefur líklega farið fram úr björtustu vonum ljósbláa hluta Manchester-borgar.

Svefninn það mikilvægasta

Það er þó ekki að ástæðulausu að hinn 22 ára gamli Haaland er að ná öllum þessum árangri. Venjur hans og agi koma honum svo langt.

Í fyrsta lagi leggur Norðmaðurinn mikið upp úr góðum svefni. Hann segir hann jafnvel vera það mikilvægasta í lífinu. Nokkrum klukkustundum fyrir háttatíma setur hann upp gleraugu með bláu ljósi, en þau hindra annað truflandi ljós frá því að komast að augum hans.

Ungur Erling Braut Haaland í leik í Noregi.

Haaland fer að sofa á milli 22 og 22:30 flest kvöld. Þá er hann löngu búinn að slökkva á öllum raftækjum, þar sem ljósið frá þeim gæti truflað svefninn. Oft stillir hann símann sinn þannig að ekki er hægt að ná í hann á kvöldin.

Þá sefur Haaland með svokallaðan Oura-hring, en hann mælir stress, hjartslátt og segir til um gæði svefnsins.

Callum Walsh, sem starfaði sem íþróttafræðingur hjá Newcastle, segir Haaland vera ýktari útgáfuna af Zlatan Ibrahimovic. „Hann er meira eins og Cristiano Ronaldo. Það er allt algjörlega úthugsað.“

Borðar mikið prótein

Haaland hefur bætt á sig gríðarlegu magni af vöðvum frá því hann fór frá Molde í heimalandinu 2019. Fyrst hélt hann til RB Salzburg, síðan Dortmund og svo auðvitað City. Þar spilar mataræði stórt hlutverk.

Í dag vegur framherjinn um 90 kíló. Hann borðar allt að sex þúsund kaloríur á dag. Stór hluti af því er prótein. Haaland er alinn upp í Bryne í Noregi, þar sem mikil menning er fyrir því að borða próteinríkan mat.

Haaland borðar mikið af gæðanautakjöti. Þá borðar hann einnig hjörtu og lifur einnig.

Haaland skorar.

Þegar það eru leikir og á leikdögum sérstaklega borðar Haaland þó meira af kolvetnum. Þar á meðal er lasagna sem faðir hans, Alf-Inge, gerir, líkt og hefur komið fram í fréttum áður. Þá borðar hann einnig fiskréttir.

Á síðustu leiktíð hjá Dortmund glímdi Haaland nokkuð við meiðsli og hefur Pep Guardiola, stjóri City, fengið íþróttafræðing félagsins til að fylgja Haaland eftir, jafnvel í landsliðsverkefni.

Allt þetta og fleira spilar inn í að hjálpa hinum magnaða Haaland að viðhalda árangri sínum og verða jafnvel enn betri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Chelsea kaupir Quenda frá Sporting – Gerir átta ára samning en kemur ekki fyrr en sumarið 2026

Chelsea kaupir Quenda frá Sporting – Gerir átta ára samning en kemur ekki fyrr en sumarið 2026
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Voru á ótrúlegan hátt ranglega sakaðir um að hafa heimsótt Barnaníðseyjuna

Voru á ótrúlegan hátt ranglega sakaðir um að hafa heimsótt Barnaníðseyjuna
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Rooney ráðleggur United að halda bara í þessa tvo leikmenn og losa sig við restina

Rooney ráðleggur United að halda bara í þessa tvo leikmenn og losa sig við restina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fær að mæta PSG í Meistaradeildinni þrátt fyrir að vera í þeirra eigu

Fær að mæta PSG í Meistaradeildinni þrátt fyrir að vera í þeirra eigu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Látbragð Vini Jr í gær vakti mikla athygli – Fór illa í marga

Látbragð Vini Jr í gær vakti mikla athygli – Fór illa í marga
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þýski landsliðsmaðurinn gæti farið frítt til Arsenal

Þýski landsliðsmaðurinn gæti farið frítt til Arsenal