„Við erum á lífi,“ skrifaði Antonio Rudiger eftir að hafa fengið 20 spor í andlit sitt eftir högg sem hann fékk fyrir tveimur vikum.
Rudiger var hetja Real Madrid þegar liðið gerði 1-1 jafntefli svið Shaktar Donetsk í Meistaradeild Evrópu fyrir tveimur vikum.
Rudiger jafnaði leikinn á 95 mínútu en hann fékk högg í andlitið á sama tíma. Markvörður Donetsk skall þá á hann.
„Það sem drepur þig ekki styrkir, ég er í lagi og takk fyrir skilaboðin,“ sagði Rudiger.
Blóðið í auga hans er enn til staðar eftir mikið högg en hann birtist á fréttamannafundi í gær.