Graham Potter, stjóri Chelsea, hefur engan áhuga á að nota bandaríska landsliðsmanninn Christian Pulisic.
Þetta segir bandaríska goðsögnin Eric Wynalda en Pulisic er alls ekki fyrsti maður á blað hjá Potter sem tók við í vetur.
Wynalda tekur að Pulisic eigi enga framtíð fyrir sér undir Potter og gæti horft annað í janúarglugganum.
Pulisic kom til Chelsea árið 2019 og hefur skorað 20 mörk í 84 deildarleikjum fyrir félagið.
,,Staðreyndin er sú að Graham Potter líkar ekki við hann. Hann gerir það bara ekki,“ sagði Wynalda.
,,Ef hann sér Pulisic labba á göngunum þá er Potter að leita að næstu hurð. Hann vill ekki tala við hann. Hann vill ekki horfa á hann og enginn vill viðurkenna það.“