Knattspyrnumaðurinn Mason Mount hefur staðfest að hann hafi slitið sambandi sínu við Chloe Wealleans-Watts.
Orðrómar höfðu verið á kreiki um stöðuna á sambandinu. Mount og Wealleans-Watts höfðu verið saman í fimm ár. +
Hinn 23 ára gamli Mount staðfestir sambandsslitin hins vegar í viðtali. „Fótbolti er í forgangi hjá mér,“ segir miðjumaðurinn.
Það er greinilegt að nokkuð er síðan parið hætti saman, en Mount segir að hann hafi farið á nokkur stefnumót síðan.
„Ég geri það stundum þegar ég fer inn til London,“ segir Mount og koma ummælin nokkuð á óvart.
Mount er uppalinn hjá Chelsea en braust inn í aðalliðið fyrir rúmum þremur árum, eftir að hafa verið á mála hjá Derby á láni.
Á þessari leiktíð hefur Mount komið að fjórum mörkum í ellefu leikjum í ensku úrvalsdeildinni.