Cristiano Ronaldo ætlar sér að finna annað félag innan Evrópu þegar hann fer frá Manchester United. Þetta segir Fabrizio Romano.
Samningur Ronaldo við United rennur út næsta sumar en það er ekki ólíklegt að hann fari í janúar.
Portúgalinn er í frystikistunni hjá Erik ten Hag, stjóra United, sem stendur. Hann strunsaði út af Old Trafford áður en leik liðsins við Tottenham var lokið á dögunum. Þá segja sögur að hann hafi neitað að koma inn á fyrr í leiknum.
Í kjölfarið hefur Ronaldo verið látinn æfa með varaliðinu.
Það er því ljóst að best væri fyrir alla aðila ef Ronaldo færi sem fyrst frá Rauðu djöflunum.
Hann hefur verið orðaður við félög í MLS-deildinni vestanhafs og á Mið-Austurlöndum. Kappinn vill þó vera áfram í Evrópu.