Ensk götublöð segja að Napoli á Ítalíu skoði þann kost að sækja Cristiano Ronaldo frá Manchester United í janúar.
Framtíð Ronaldo er í óvissu eftir að hann hagaði sér illa í síðustu viku og var settur út úr leikmannahópi félagsins gegn Chelsea um helgina.
Ronaldo vildi fara frá United í sumar en ekkert kom upp úr hattinum og hann er í aukahlutverki hjá Erik ten Hag.
Líkur eru taldar á að United leyfi Ronaldo að fara í janúar en Napoli er eitt þeirra liða sem koma til greina.
Einnig er talað um að Chelsea hafi áhuga og þá nefnir enska götublaðið The Sun að Arsenal og Newcastle gætu orðið kostir.