West Ham 2 – 0 Bournemouth
1-0 Kurt Zouma(’45)
2-0 Said Benrahma(’92, víti)
West Ham vann góðan og öruggan heimasigur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið spilaði við nýliða Bournemouth.
West Ham er að taka við sér eftir erfiða byrjun og lyfti sér upp í tíunda sæti deildarinnar með þremur stigum.
Liðið var að vinna sinn fjórða leik á tímabilinu og hefur unnið þrjá af síðustu fimm leikjum sínum,
Bournemouth er enn með 13 stig í 14. sætinu en var að tapa öðrujm leik sínum í röð.