William Gallas, fyrrum leikmaður Chelsea og Arsenal, hefur tjáð sig um sóknarmanninn Gabriel Martinelli sem spilar með því síðarnefnda.
Martinelli hefur byrjað tímabilið frábærlega með Arsenal og er talað um að stærstu lið heims gætu reynt að fá hann á næsta ári.
Gallas segir þó að Martinelli sé ekki tilbúinn í að taka það stökk og að hann þurfi að gera meira til að vinna sér inn félagaskipti til liðs á borð við Real Madrid.
,,Ég tel ekki að hann sé nógu góður fyrir Real Madrid í dag. Eftir tvö eða þrjú ár í fótboltanum byrja allir að tala um þennan eina leikmann,“ sagði Gallas.
,,Fólk segir að þessi sé stórkostlegur og að hinn sé í toppklassa en það þarf að róa sig, leyfið leikmanninum að eiga gott tímabil og komast á næsta stig.“
,,Hann er ennþá ungur, hann er aðeins 21 árs gamall. EF hann tekur eitt skref í einu þá getur hann komist til liðs eins og Real Madrid en í dag er hann ekki tilbúinn.“