Barcelona 4 – 0 Athletic
1-0 Ousmane Dembele(’12)
2-0 Sergi Roberto (’18)
3-0 Robert Lewandowski(’22)
4-0 Ferran Torres(’73)
Barcelona var ekki í vandræðum með lið Athletic Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Barcelona þurfti að landa sigri til að halda í við Real Madrid sem var með sex stiga forskot á toppnum.
Ousmane Dembele var magnaður í 4-0 sigri Börsunga en hann skoraði eitt mark ásamt því að leggja upp þrjú.
Robert Lewandowski er markahæsti leikmaður Spánar og skoraði hann að sjálfsögðu eitt mark.