Tim Howard, fyrrum markvörður Manchester United, sá leik liðsins við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Chelsea þurfti að sætta sig við 1-1 jafntefli eftir jöfnunarmark Casemiro þegar 94 mínútur voru komnar á klukkuna.
Casemiro átti þá skalla að marki Chelsea sem Kepa, markvörður Chelsea, varði en náði aðeins að setja boltann í stöng og þaðan fór hann í netið.
Howard segir að Kepa hafi þurft að gera betur á þessu augnabliki sem kostaði heimaliðið að lokum öll þrjú stigin.
,,Ég hrosa Casemiro, þetta var góður skalli en ég verð að segja að Kepa nær til boltans og ætti að verja þetta,“ sagði Howard.
,,Hann ætti að verja boltann í horn, þetta hefði verið mjög góð varsla og markið var mjög, mjög tæpt.“