Mateo Kovacic, leikmaður Chelsea, vakti heldur betur athygli í gær eftir leik liðsins við Manchester United.
Kovacic átti mjög góða innkomu fyrir Chelsea í leiknum en viðureigninni lauk með 1-1 jafntefli.
Eftir lokaflautið heilsaði Kovacic upp á stuðningsmenn Chelsea og fór úr bæði stuttbuxum sem og treyjunni.
Króatinn var því nánast nakinn á vellinum er hann hljóp til búningsklefa í engu öðru nema sokkum og nærbuxum.
Kovacic ákvað að gefa heppnum stuðningsmönnum bæði treyju sína og stuttbuxur og hljóp svo til búningsklefa ásamt öðrum leikmönnum liðsins.
Kovacic, our naked man pic.twitter.com/leM7T85ZMh
— Katie (@Katiefrostttt) October 22, 2022