Það hefur mikið verið talað um að framherjinn Erling Haaland sé með athyglisverða klásúlu í sínum samningi.
Haaland er leikmaður Manchester City á Englandi en hann kom til félagsins frá Borussia Dortmund í sumar.
Rætt hefur verið um að Real Madrid sé alltaf möguleiki fyrir Haaland og eftir tvö eða þrjú ár neyðist Man City til að selja ef tilboð berst frá spænska félaginu.
Það kannast forseti Real, Florentino Perez, ekki við en hann er nú þegar ánægður með þá leikmenn sem liðið er með.
,,Ég hef enga hugmynd. Við erum nú þegar með bestu leikmenn heims,“ sagði Perez.
Samkvæmt fréttum myndi Man City þurfa að selja Haaland til Real á einhverjum tímapunkti ef nógu hátt tilboð berst í Norðmanninn.