Davíð Smári Lamude, nýr þjálfari Vestra í Lengjudeild karla og Hörður Snævar Jónsson, íþróttastjóri Torgs, voru gestir í íþróttavikunni hjá Benna Bó á Hringbraut á föstudagskvöld.
Davíð hefur síðustu ár unnið magnað starf hjá Kórdrengjum og komið liðinu upp úr neðstu deild upp í næst efstu deild. Eftir gott starf þar ákvað hann að taka skrefið til Vestra á Ísafirði.
Ein af stóru fréttum vikunnar í íslenskum fótbolta var að heimaleikjabanni Víkings var aflétt vegna hegðunar stuðningsmanna á bikarúrslitaleiknum. 200 þúsund króna sektin stóð hins vegar.
Benedikt Bóas spurði hvort Víkingar gætu borið ábyrgð á hegðun stuðningsmanna. „Þeir geta sennilega ekki borið ábyrgð á því en svona eru reglurnar í fótboltaheiminum. Félagið í svona málum ber ábyrgð. Kannski er regluverkið eitthvað skrýtið, KSÍ þarf að fara eftir reglunum sem eru settar,“ sagði Hörður Snævar.
„Heimaleikjabannið er ekki, það var val í lagt því KSí bar ábyrgð á leiknum,“ sagði Hörður Snævar um málið.
Í skýrslu eftirlitsmanns kom fram að stuðningsmenn Víkings hefðu sungið níðsöngva um Eið Smára Guðjohnsen, þá þjálfara FH og Eggert Gunnþór Jónsson, leikmann FH.
„Níðsvöngarnir og refsingin fyrir það hlýtur að snúast um að það séu ungir krakkar á vellinum. Ég held að það trufli Eið Smára ekki að heyra 38 fulla Víkinga eða hvað þeir voru margir, að röfla um sig. Ég held að hann hafi töluvert stærri hóp öskra á sig“ sagði Davíð Smári.
Umræða um þetta er hér að neðan.