Það vakti athygli í gær er Kevin de Bruyne, leikmaður Manchester City, mætti til leiks með glóðarauga í leik gegn Brighton.
De Bruyne átti góðan leik fyrir Englandsmeistarana og skoraði þriðja mark liðsins í 3-1 sigri á heimavelli.
Margir tóku eftir að hægra auga De Bruyne var bólgið í leiknum en ástæðan er mjög einföld samkvæmt enskum miðlum.
Meiðslin áttu sér stað á æfingu Man City í vikunni er liðsfélagi miðjumannsins þrumaði bolta í andlit belgíska landsliðsmannsins.
Um tíma var talað um einhver slagsmál á æfingasvæði Englandsmeistarana en þær sögur eru alls ekki réttar.