Ruben Neves, leikmaður Wolves, viðurkennir að hann gæti ekki neitað Barcelona ef spænska félagið sýnir honum áhuga.
Þessi 25 ára gamli Portúgali hefur verið orðaður við Barcelona enda um gríðarlega öflugan miðjumann að ræða.
Neves er einbeittur að verkefninu hjá Wolves þessa stundina en útilokar alls ekki að fara á næsta ári.
,,Hver myndi ekki vilja upplifa að spila fyrir Barcelona? Þetta er algeng spurning fyrir alla leikmenn,“ sagði Neves.
,,Þetta er eitt stærsta félag heims, auðvitað er það heiður að vera orðaður við lið í þessari stærðargráðu.“
,,Ég mun vinna mitt verkefni hjá Wolves og ég er með fólk sem gerir það sama. Ég treysti þessu fólki mikið.“