Aston Villa leitar í dag að nýjum knattspyrnustjóra eftir að Steven Gerrard var rekinn frá félaginu.
The Telegraph fjallar um að Villa sé búið að ræða við nokkra aðila og þar á meðal fyrrum stjóra Tottenham og Chelsea.
Mauricio Pochettino, fyrrum stjóri Spurs, var fyrstur á blaði hjá Villa en félagið fékk höfnun fyrr í þessari viku.
Nú hefur annar fyrrum stjóri stórliðs hafnað Villa eða Thomas Tuchel sem var rekinn frá Chelsea fyrr á tímabilinu.
Alls voru fimm menn á blaði hjá Villa en Ruben Amorim, stjóri Sporting, er líklegastur til að taka við.