Erik ten Hag, stjóri Manchester United, var enn og aftur spurður út í Cristiano Ronaldo í kvöld eftir leik við Chelsea.
Ronaldo var ekki í leikmannahóp Man Utd gegn Chelsea en hann mun líklega ekki spila meira á árinu.
Ronaldo neitaði að koma inná gegn Tottenham í miðri viku og mun líklega kveðja félagið í janúar.
,,Ég held að ég sé búinn að tjá mig nóg um stöðu Cristiano Ronaldo,“ sagði Ten Hag í kvöld.
,,Við skulum einbeita okkur frekar að leiknum, þetta var góður leikur.“