Rafael Varane gæti misst af HM í næsta mánuði en hann fór meiddur af velli í ensku deildinni í kvöld.
Varane fór útaf á 60. mínútu leiksins og kom Svíinn Victor Lindelof inná í hans stað.
Varane sást gráta er hann gekk af velli í dag og veit líklega að um nokkuð slæm meiðsli sé að ræða.
Aðeins um mánuður er í að Frakkland hefji leik á HM en vonandi fyrir þá sem og Varane verður hann til taks.
Mynd af honum ganga af velli má sjá hér fyrir neðan.
Raphaël Varane goes off injured and his reaction says it all 😓 #CHEMUN pic.twitter.com/CIugsz0oQE
— Football Daily (@footballdaily) October 22, 2022