Ilkay Gundogan, leikmaður Manchester City, gæti óvænt verið á förum frá félaginu á næsta ári.
Frá þessu greina ensk götublöð en Gundogan á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Man City og er fáanlegur frítt næsta sumar.
Greint er frá því að Galatasaray sé að vinna í því að semja við Gundogan sem viðurkenndi það árið 2020 að hann myndi vilja spila í Tyrklandi.
Fjölskylda Gundogan er ættuð frá Tyrklandi en hann er uppalinn í Þýskalandi og leikur fyrir þýska landsliðið.
Gundogan er að spila sitt sjöunda tímabil á Etihad vellinum og hefur unnið ensku deildina fjórum sinnum á þeim tíma.
Galatasaray er að vinna í því að sannfæra Gundogan um að koma til Tyrklands en Juventus hefur einnig áhuga.