Forseti Barcelona, Joan Laporta, var reiður um síðustu helgi eftir leik liðsins við Real Madrid í ‘El Clasico.’
Laporta stormaði inn í búningsklefa dómarana eftir leikinn en hann var ekki sáttur með nokkrar ákvarðanir í viðureigninni.
Það er að sjálfsögðu bannað en forsetinn var um leið rekinn burt úr klefanum og fékk ekki þau svör sem hann vildi.
Barcelona tapaði þessum leik 3-1 og er nú þremur stigum á eftir Real sem situr á toppi deildarinnar.
Laporta hefur verið sektaður um 602 evrur fyrir framkomu sína en skrifað var um hegðun hans í skýrslu dómarana.