Það er stórleikur á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í dag er flautað er til leiks klukkan 16:30 á Stamford Bridge.
Manchester United heimsækir þá Chelsea en aðeins eitt stig skilur liðin að í toppbaráttunni.
Cristiano Ronaldo er ekki með Man Utd í dag en hann fær ekki að æfa með aðalliði félagsins eftir síðasta leik gegn Tottenham.
Portúgalinn neitaði þar að koma inná sem varamaður í sigrinum og er líklega á förum í janúarglugganum.
Ronaldo setti inn færslu á Instagram í dag þar sem hann hvetur sitt lið þó áfram og birti mynd af sér og liðsfélögum sínum.
Færsluna má sjá hér.