Jóhann Berg Guðmundsson lét til sín taka fyrir Burnley sem vann lið Sunderland 4-2 í næst efstu deild Englands í dag.
Jói Berg lét fyrst finna fyrir sér eftir tvær mínútur en hann fmékk þá gult spjald strax í byrjun leiks.
Sunderland byrjaði leikinn af krafti og var með 2-0 forystu þegar flautað var til leikhlés.
Allt annað Burnley lið mætti til leiks í seinni hálfleik og skoruðu gestirnir fjögur mörk til að tryggja 4-2 sigur.
Jói Berg spilaði sinn þátt í því en hann lagði upp þriðja mark Burnley á Anass Zaroury á 69. mínútu.
Burnley er í 3. sæti deildarinnar mepð 29 stig, einu stigi á eftir toppliði QPR.